Marques de Griñon Rioja Clasico 2020

Fimmti markgreifinn af Griñon, Carlos Falcó y Fernández de Cordóba, var einn af áhrifamestu mönnum spænskrar víngerðar á síðustu öld. Hann átti stóran þátt í að nútímavæða spænska víngerð og hóf að rækta þrúgur á borð við Cabernet Sauvignon og Merlot, sem fram að því höfðu verið sjaldséðar á Spáni. Hann fór einnig að rækta Syrah og Petit Verdot, og vínhús hans Dominio de Valdepusa varð fyrst vínhúsa í heiminum til að senda frá sér Petit Verdot sem einnar þrúgu vín (þrúgan er mest notuð til íblöndunar í Bordeaux).

Vín dagsins

Vín dagsins kemur frá víngerð markgreifans af Griñon í Rioja. Hér er á ferð nútímalegt Riojavín, gert úr Tempranillo-þrúgunni, sem að lokinni gerjun fékk að hvíla í rúmt ár á amerískum eikartunnum.

Marques de Griñon Rioja Clasico 2020 hefur djúpan rúbínrauðan lit, unglegt. Í nefinu finnur maður rauð kirsuber, plómur, sólber, vanillu, kakó, brómber, eik, lavender og fjólur. Í munni er vínið þurrt, með nokkuð háa sýru, ríflega miðlungs tannín og ágæta fyllingu. Jafnvægið er gott og eftirbragðið heldur sér nokkuð vel, en þar má finna kirsuber, plómur, sólber, vanillu, kakó, hnetur og eik. 89 stig. Mjög góð kaup (2.999 kr). Fer vel með flestum kjötréttum, pasta, ostum og skinkum.

Notendur Vivino gefa þessu víni 3,8 stjörnur (138 umsagnir þegar þetta er skrifað). James Suckling gefur því 91 stig.

Marques de Griñon Rioja Clasico 2020
Mjög góð kaup
Marques de Griñon Rioja Clasic 2020 fer vel með flestum kjötréttum, pasta, ostum og skinkum.
4
89 stig

Vinir á Facebook