Gewurztraminer + fiskur = frábært

Það hefur verið rólegt hér á síðunni að undanförnu enda mikið að gera í vinnunni og öðrum sumarverkefnum.  Það eru þó nokkrir víndómar sem bíða birtingar og ég ætla að reyna að koma þeim út á næstu dögum.
Því miður er fiskneysla aðeins of lítil á mínu heimili, því áhuginn er takmarkaður hjá börnunum, einkum yngri dótturinni.  Þegar hún var svo boðin í afmæli var ekki hægt annað en að nýta tækifærið og hafa fisk í matinn.  Ég fór að sjálfsögðu til Kristófers vinar míns í Gallerý Fisk og fékk hjá honum þorsk í engifer og mangói.  Þetta var ofnbakað og útkoman var alveg meiri háttar.  Með þessu fannst mér kjörið að drekka Gewurztraminer og átti sem betur fer eina slíka í kælinum.
Kientz Gewurztraminer Alsace 2012 er gullið á lit og mjög fallegt í glasi.  Í nefinu finnur maður hunang, perur og apríkísur, sætur ilmur og seyðandi ilmur.  Í munni er hunangs-, melónu- og perukeimur, góður ávöxtur og hæfileg sýra, vínið er allt að því hálfsætt. MJög góð kaup (2.199 krónur í Fríhöfninni). 89 stig

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 1 Meðaltal: 3]

Vinir á Facebook