Þrusugott La Clape

Ég hef margoft fjallað um vínin frá Gerard Bertrand hér á síðunni og þarf vart að fjölyrða meira um ágæti þeirra.  Þessi ágæti víngerðarmaður framleiðir gæðavín í mörgum héruðum Languedoc í Frakklandi, þar á meðal í La Clape.  Vín dagsins er dæmigerð GSM-blanda (Grenache, Syrah, Mourvedre) og einkar vel gerð.
Gerard Bertrand Chateau L’Hospitalet La Reserve La Clape 2015 er dökkrúbinrautt á lit, unglegt með góða dýpt.  Í nefinu er pipar, útihús, eik, skógarbotn, plómur og dökkt súkkulaði.  Í munni eru góð tannín, fín sýra og ávöxtur. Tóbak, kakó, pipar og frönsk eik í góðu eftirbragðinu.  Mjög góð kaup (2.999 kr). 90 stig

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook