Franskir dagar á Holtinu

Líkt og undanfarin ár er margt spennandi framundan á Hótel Holt i og verður bryddað upp á ýmsum uppákomum á árinu. Nú í byrjun febrúar (2. og 3.) munu Franskir dagar verða haldnir á Listasafninu.
Að þessu sinni verður fulltrúi Íslands í Bocuse d’Or-keppninni í Lyon – Friðgeir Ingi Eiríksson sem mun taka að sér eldhúsið en með honum verður Mr Philippe Girardon eigandi Domaine de Clairefontaine.
Bocuse d´Or er stærsta og virtasta matreiðslukeppni heims en þar leiða hesta sína færustu kandídatar heims á sviði matargerðar frá 24 löndum víðs vegar að úr heiminum. Friðgeir mun því keppa fyrir hönd Íslands um titilinn besti matreiðslumeistari í heimi. Keppnin fer fram 23. og 24. janúar nk. Meistararnir verða því nýkomnir til landsins og verður spennandi að fylgjast með gengi Íslendingsins að þessu sinni.
Klúbbmeðlimum gefst hér einstakt tækifæri á að gæða sér á ljúffengum 5 rétta kvöldverði framreiddum af meisturunum. Matseðillinn verður einkar spennandi eins og meðfylgjandi sýnir:
Lystauki
Franskur Risa Humar
Lúða “Augnaráð Íslands” (Bocuse d´Or 2007 ISLAND)
Dádýr “Grand Veneur”
Valhrona Súkkulaði

Verð pr mann kr 8.500,-
Enginn sælkeri ætti að láta þetta tækifæri fram hjá sér fara.
Frekari upplýsingar og borðapantanir eru í síma 552-5700 eða með tölvupósti holt@holt.is

Vinir á Facebook