Álitsgjafar velja vín ársins

Nú færist sá tími í hönd er álitsgjafar í vínheiminum fara að velja vín ársins, að þeirra mati. Þekktast er væntanlega val tímaritsins Wine Spectator á víni ársins og í gær var valið opinberað. Aðrir þekktir aðilar á borð við Wine Enthusiast og James Suckling hafa einnig birt sitt val og eflaust birtast fleiri útnefningar á næstunni.

Wine Spectator hefur valið vín ársins í 35 ár – fyrsta vín ársins hjá þeim var valið árið 1988 – og birtir topp 100 lista á hverju ári. Wine Enthusiast bætir um betur og birtir einnig topp 100 lista yfir bestu kaupin og bestu „cellar selection“ vínin. James Suckling toppar svo alla og birtir topp 100 lista yfir bestu vín og meira að segja topp 100 lista fyrir öll helstu víngerðarlöndin (11 lönd)!

Wine Spectator

Vín ársins hjá Wine Spectator er Argiano Brunello di Montalcino 2018, sem fær 95 punkta og kostar 90 dollara vestan hafs. Topp 10 listinn þeirra er eftirfarandi:

 1. Argiano Brunello di Montalcino 2018 (95p, $90)
 2. Occidental Pinot Noir West Sonoma Coast Freestone-Occidental 2021 (94p, $65)
 3. Château Lynch Bages Pauillac 2020 (96p, $137)
 4. RAEN Pinot Noir Sonoma Coast Royal St. Robert Cuvée 2021 (95p, $70)
 5. Mastroberardino Taurasi Radici Riserva 2016 (95p, $73)
 6. Dunn Cabernet Sauvignon Howell Mountain 2019 (96p, $175)
 7. Antinori Chianti Classico Marchese Antinori Riserva 2020 (95p, 5.999 kr í Vínbúðunum)
 8. Château Pichon Baron Pauillac 2020 (97p, $165)
 9. Résonance Pinot Noir Willamette Valley 2021 (94p, $40)
 10. Greywacke Sauvignon Blanc Marlborough 2022 (95p, $23)

Topp 100 listinn verður svo birtur 13. nóvember.

Wine Enthusiast

Wine Enthusiast hefur birt lista yfir 100 bestu kaupin (allt vín undir 20 dollurum) og 100 bestu geymsluvíni (cellar selection). Topp 100 listinn þeirra kemur svo 17. nóvember.

Bestu kaupin (20 dollarar eða minna)

 1. J. Lohr 2021 South Ridge Syrah (Paso Robles) – 93p, $15
 2. Famille Perrin 2021 Réserve Rhône-style White Blend (Côtes du Rhône) – 92p, $14
 3. Planeta 2020 La Segreta Red Blend (Sicilia) – 91p, $17
 4. Noble Vines 2020 337 Cabernet Sauvignon (Lodi) – 92p, $12
 5. Podere Giardino 2020 Suoli Cataldi Sparkling Blend (Lambrusco dell’Emilia) – 95p, $13
 6. González Byass NV Tio Pepe Fino en Rama Palomino (Jerez) – 94p, $18/375 ml
 7. NSO By Dusty Nabor 2021 Syrah (Sta. Rita Hills) – 95p, $20
 8. Vietti 2020 Tre Vigne Barbera (Barbera d’Asti) – 93p, $19
 9. Ponzi 2021 Pinot Gris (Willamette Valley) – 91p, $20
 10. Barton & Guestier 2021 Bistro Chardonnay – 92p, $14

Efst á listanum yfir bestu vínin til geymlu er Poggio di Sotto Brunello di Montalcino 2018. Það er reyndar ekkert annað Brunello di Montalcino á topp 100 listanum yfir bestu vínin til geymslu, þrátt fyrir að 2018 virðist hafa verið mjög gott ár í Montalcino. Wine Spectator hefur metið 90 Brunello di Montalcino 2018 og af þeim fá öll vínin nema tvö 90 stig eða meira.

James Suckling

James Suckling er almennt aðeins örlátari í einkunnagjöfinni en kollegar hans hjá Wine Spectator og Wine Enthusiast. Þannig fá 9 af 10 vín á topp 10 listanum 100 punkta eða meira og alls 17 vín á topp 100 með 100 punkta (hin fá öll 98 eða 99) á meðan Wine Spectator hefur ekki gefið neinu víni 100 punkta það sem ef er þessu ári. Tíu bestu vínin að mati James Suckling eru:

 1. Laurent-Perrier Champagne Grand Siècle Grande Cuvée N.26 – 100p
 2. El Enemigo Cabernet Franc Gualtallary Gran Enemigo Single Vineyard 2019 – 100p
 3. Seña Valle de Aconcagua 2021 – 100p
 4. Château Figeac St.-Emilion 2020 – 100p
 5. Dr. Bürklin-Wolf Riesling Pfalz Pechstein GC 2022 – 100p
 6. F.X. Pichler Riesling Wachau Unendlich 2021- 100p
 7. Casanova di Neri Brunello di Montalcino Giovanni Neri 2019 – 100p
 8. Bruno Giacosa Falletto Barbaresco Rabajà 2020 – 100p
 9. Moric Blaufränkisch Burgenland Lutzmannsburg Alte Reben 2021 – 99p
 10. Marqués de Murrieta Rioja Castillo Ygay Gran Reserva Especial 2012 – 100p

Ég og aðrir íslenskir vínspekúlantar höfum haft fyrir vana að tilkynna okkar val á víni ársins í kringum áramót og væntanlega verður sami háttur hafður á að þessu sinni…

Vinir á Facebook