Sala áfengis á árinu 2006

18,4 milljónir lítra seldust í vínbúðunum af áfengi á árinu 2006. Þar af var bjór 14,2 milljónir lítra (um 77% af allri magnsölu). Aukning í seldu magni er 7,1% milli áranna 2005 og 2006.
Sala á rauðvíni var 1,79 milljónir lítra og er það tæpu einu prósenti meira en sala ársins 2005, en sala á rauðvíni jókst á milli 9% og 19% (meðalaukning 14,5%) milli áranna 1998 til 2005.
Sala á ókrydduðu brennivíni og vodka eykst um 9% á milli ára. Er það í fyrsta skipti frá árinu 1998 sem merkjanleg aukning er í seldu magni milli ára í þessum vöruflokki.
Sala á hvítvíni jókst um 14% milli ára og er það svipuð aukning og meðalsöluaukning síðustu sjö ára. Meðalsöluaukning á rauðvíni síðastliðin sjö ár er um 12,5%.

Vinir á Facebook