Spennandi vínkynning í næstu viku

Miðvikudaginn 13. maí n.k. verður spennandi og áhugaverð vínkynning haldin í Perlunni.  Þar munu Bakkus og fimm franskir vínframleiðendur kynna vörur sínar og bjóða gestum að smakka vín frá helstu vínhéruðum Frakklands – Bordeaux, Chablis, Rhone og Languedoc.  Þar sem fjöldi gesta er takmarkaður eru þeir sem hafa áhuga á að komast á þessa kynningu beðnir um að skrá sig með því að senda póst á bakkus@bakkus.is.
Advini boðskort

Vinir á Facebook