Topp 100 hjá WS

Ég var að kíkja á topp-100 listann hjá Wine Spectator.  Sé að Chateau Clerc Milon 2005 er í 11. sæti og vinur minn Don Melchor 2005 frá Concha y Toro er í 12. sæti.  Síðan fer lítið fyrir kunnuglegum andlitum fyrr en kemur að 47. sæti þar sem Beringer Chardonnay Private Reserve 2006 hafnaði, en eftir það sé ég ekkert sem ég kannast við.  Ég á reyndar eftir að athuga hvort eitthvað af þessum vínum fáist hérna – geri það við tækifæri.
Ég komst líka að því að ástæða þess að hann Markús vinur minn Molitor er ekki með á listanum er að hann tilheyrir umsögnum ársins 2007, en þá þykir mér þeim mun merkilegra að hann komist ekki á blað á topp-100 fyrir það ár – fær 97 punkta og kostar ekki nema 40 dollara.  Kannski gerir útslagið að það voru bara framleiddir 375 kassar (og ég keypti einn!).

Vinir á Facebook