Vín ársins hjá WS – Casa Lapostolle Clos Apalta Colchagua Valley 2005

Já, þá er það ljóst!  Vín ársins heitir Casa Lapostolle Clos Apalta Colchagua Valley 2005, kemur frá Chile og fæst á Íslandi!
Ég verð að viðurkenna að þetta vín kannast ég ekkert við frekar en ýmis önnur vín á topp-10 listanum þetta árið.  Það eru engar „stórstjörnur“ eða aðrir góðkunningjar á meðal 10 efstu, en annars lítur listinn svona út:
1. Casa Lapostolle Clos Apalta Colchagua Valley 2005 – 96 punktar / $75
2. Château Rauzan-Ségla Margaux 2005 – 97p / $100
3. Quinta do Crasto Douro Reserva Old Vines 2005 – 95p / $40
4. Château Guiraud Sauternes 2005 – 97p / $57
5. Domaine du Vieux Télégraphe Châteauneuf-du-Pape La Crau 2005 – 95p / $55
6. Pio Cesare Barolo 2004 – 94p / $62
7. Château Pontet-Canet Pauillac 2005 – 96p / $100
8. Château de Beaucastel Châteauneuf-du-Pape 2005 – 96p / $95
9. Mollydooker Shiraz McLaren Vale Carnival of Love 2007 – 95p / $90
10. Seghesio Zinfandel Sonoma County 2007 – 93p / $24
Vín ársins hefur hingað til verið fáanlegt hér í Svíþjóð (þó annar árgangur) fyrir u.þ.b. 500 SEK, spurning hvað 2005 muni kosta (ef það á annað borð verður fáanlegt).  Rauzan-Segla hefur verið fáanlegt í 2003 árgangnum fyrir 800 SEK.  Quinta do Crasto hefur hins vegar verið fáanlegt í magnum-stærð (!) fyrir 450 SEK, þarf að kíkja betur á það.  Það er til ein flaska af Domaine du Vieux Télégraphe og af öllum stöðum fæst hún í Karlshamn (nálægt Karlskrona þar sem við bjuggum áður).  Seghesio hefur hingað til verið fáanlegt í nær öllum vínbúðum (2006 árgangur) fyrir litlar 168 SEK og líklega bestu kaupin á þessum lista.  Bíð spenntur eftir 2007-árgangnum og vona að hann verði ekki allt of dýr.
Chateau Guiraud hefur verið til á Íslandi (1999 árgangur) fyrir rúmar 3.000 ISK.  Vín ársins fæst hins vegar í Vínbúðunum í Kringlunni, Skútuvogi, Vínbúðin Borgartúni og Heiðrúnu fyrir litlar 5.990 og bendi ég öllum áhugasömum að drífa sig út í búð áður en það klárast!

Vinir á Facebook