Vín ársins

Wine Spectator er nú byrjað að birta vínin á topp 10 á hinum árlega lista sínum yfir 100 bestu vín ársins.  Nú hafa verið birt hvaða vín lentu í sætum 7-10.
Í 10. sæti er Seghesio Zinfandel Sonoma County 2007, 93p/24$.
Í 9. sæti er Mollydooker Shiraz McLaren Vale Carnival of Love 2007, 95p/90$.
Í 8. sæti er Château de Beaucastel Châteauneuf-du-Pape 2005, 96p/95$.
Í 7. sæti er Château Pontet-Canet Pauillac 2005, 96p/100$.
Vínið í 10. sæti hefur verið fáanlegt í vínbúðinni minni (a.m.k. 2006 árgangurinn) og ég þarf að líta betur á það í dag!
Í kvöld sjáum við hvað vín lentu í sætum 5 og 6 og síðan verður tilkynnt um eitt vín á dag fram til 17. nóvember þegar vín ársins verður tilkynnt og listinn birtur í heild sinni.
Ég hef eiginlega ekki lesið nógu mikið af WS síðastliðið ár til að geta spáð fyrir um vín ársins hjá þeim en verð mjög hissa ef vinur minn Markus Molitor lendir ekki ofarlega með sinn yndislega Riesling…
Vínsíðan mun að vanda tilkynna eigið vín ársins í byrjun janúar.  Ég tek góðfúslega á móti öllum tillögum, sendið mér línu á vinsidan@vinsidan.com.

Vinir á Facebook