Riesling

Ég gleymdi alveg að nefna hinn frábæra 2005-árgang Riesling frá Þýskalandi. Hér er á ferðinni einn af allra bestu árgöngunum í manna minnum og sumir segja reyndar sá besti frá upphafi. Ég ætla a.m.k. að fara í Systemið á eftir og panta mér nokkrar flöskur. Ég fann nefnilega Markus Molitor Wehlener Sonnenuhr Riesling Auslese** 2005 sem fékk 97 stig í Wine Spectator og kostar ekki nema 284 sænskar krónur (rúmlega 2.700 ISK) sem er ekki mikið fyrir vín í þessum gæðaflokki.
Ég bendi hér með öllum á að kaupa sér þýskan Riesling árg 2005, nánast sama hvaða nafni það nefnist því nær allir framleiðendur eru með feikna góð vín.

Vinir á Facebook