Chateau Batailley

Það var orðið nokkuð langt síðan ég smakkaði Chateau Batailley síðast og varð því ánægður er ég sá að það voru til nokkrar flöskur í vínbúðinni minni. Verðið var hagkvæmt (299 SEK – tæplega 3 þúsund kall) og ég sló því til! Í gær opnaði ég eina flöskuna og ég veit ekki enn hvað mér finnst um þennan árgang (2001). Vínið er enn unglegt að sjá, með góða dýpt. Sólber, pipar og eikarkeimur skiluðu sér vel en ilmurinn þó ekkert sérlega flókinn (kannski truflaði ilmurinn af smjörsteiktu kálfalundinni og kantarellusveppunum?). Sýran nokkuð yfir meðallagi en samt nóg af tanníni til að vega upp á móti, jafnvægið þó kannski ekki alveg nógu gott. Mjúkt og gott eftirbragð sem endist nokkuð vel. Vín sem þarfnast geymslu í nokkur ár til viðbótar áður en það kemst á toppinn. Ég gæti alveg hugsað mér að kaupa 1-2 til viðbótar og geyma áfram, kannski opna eina á ári til að sjá hvernig vínið þroskast. Í dag fær vínið þó ekki mikið meira en einkunnina 8. Kannski fullöflugt fyrir kálfalundina mína!

Vinir á Facebook