Ohh, svo gott!

Já, það er eiginlega besta lýsingin á hinu frábæra Markus Molitor Wehlener Sonnenuhr Riesling Auslese** 2005 sem ég opnaði nú í kvöld. Ég ætlaði eiginlega að halda upp á daginn í gær en af ýmsum ástæðum var flaskan ekki opnuð fyrr en í kvöld. Þetta er hreint út sagt æðislegt vín! Hnausþykkur epla- og apríkósukeimur, örlítll pipar og nokkuð af frískum sítrusávöxtum í þessum geggjaða Riesling, gríðarleg fylling í munni, langt og gott eftirbragð og vínið er tvímælalaust besti Riesling sem ég hef nokkurn tíma smakkað. Einkunn: 9,5 – frábær kaup! Okkur varð báðum hugsað til Joseph Drouhin Chablis Grand Cru Les Clos 1996, sem þó fær enn að halda titlinum besta hvítvín sem ég hef smakkað (man enn eftir bragðinu, væntanlega einnig Hermann, Davíð og Eiríkur Svavars sem fengu að smakka hjá mér á sínum tíma). Ég er því mjög feginn að ég á meira til inni í geymslu og get vel hugsað mér að panta meira af þessu frábæra víni. Skál.

Vinir á Facebook