Boltafundur – seinni hluti

Það er óhætt að segja að báðir boltarnir sem drukknir voru með lambinu hafi slegið í gegn. Kendall-Jackson Jackson Estate Cabernet Sauvignon Hawkeye Mountain 2013 var ljúfur og góður og ekki var seinni boltinn síðri. Duckhorn átti vín ársins hjá Wine Spectator árið 2017 og það var eitt af fáum vínum ársins sem hefur verið hægt að nálgast hérlendis. Vínið sem við drukkum var reyndar ekki umrætt vín og ekki einu sinni sama þrúga, en engu að síður vakti það mika lukku.

Duckhorn Vineyards á fleiri vínhús, t.d. Paraduxx, Decoy, Canvasback og Calera, en vín frá þeim er hægt að nálgast í vínbúðunum.

Vín dagsins

Duckhorn Cabernet Sauvignon Napa Valley 2015 er auðvitað að mestu gert úr Cabernet Sauvignon (87%), en íblöndunarþrúgarnar eru skv. frönskum stíl – Merlot (12%), Cabernet Franc (1%) og Petit Verdot (1%) – og hlutfallið er aðeins breytilegt milli ára. Vínið er dökkrúbínrautt á lit, djúpt en unglegt. Í nefinu finnur maður pipar, rauð ber, sólber,vanillu og kakó. Í munni eru ljúf tannín, góð sýra og þykkur ávöxtur. Kaffi, leður, sólber og tóbak í ljúfu eftirbragðinu. Frábært vín. 94 stig (8.317 kr). Fer vel með nauti, lambi og villibráð eða bara eitt og sér.

Notendur Vivino gefa þessu víni 4.3 stjörnur (3.583 umsagnir þegar þetta er skrifað). Wine Spectator er hófsamari og gefur 88 stig. Wine Enthusiast gefur 90 stig.

Boltafundur – seinni hluti
Duckhorn Cabernet Sauvignon Napa Valley 2015 er klassískur Kaliforníubolti sem fer vel með nauti, lambi og villibráð eða bara eitt og sér.
5
94 stig

Vinir á Facebook