Boltafundur

Þeir voru ekki margir fundirnir hjá Vínklúbbnum né Smíðaklúbbnum í ár, eins og gefur að skilja. Það hafði óneitanlega áhrif á vínsmakkanir ársins, því það sem smakkað er á þessum fundum er dágóður hluti þess sem ég smakka á hverju ári.

Þegar fyrsta bylgjan var að mestu yfirstaðin í lok maí náði Smíðaklúbburinn þó að halda einn fund, sem var í dýrari kantinum. Kristófer töfraði fram þríréttaða máltíð og það voru sérvalin vín í boði. Með forréttinum drukkum við hvítt Clos de l’Oratoire des Papes Chateauneuf-du-Pape, sem vakti mikla lukku. Með kjötinu prófuðum við 2 mismunandi Cabernet Sauvignon frá Kaliforniu og með eftirréttinum fengum við Markus Molitor Zeltinger Himmelreich Riesling Auslese** (Green Cap) 2016.

Vín dagsins

Kendall-Jackson Jackson Estate Cabernet Sauvignon Hawkeye Mountain 2013 er frá Alexander Valley í Sonoma-sýslu. Að lokinni gerjun fékk það að liggja á frönskum eikartunnum (helmingurinn nýjar tunnur) í rúma 20 mánuðiÞað er dökk-kirsuberjarautt á lit með góða dýpt og sýnir smá þroska. í nefinu er klassískur ilmur af amerískum cabernet sauvignon – sólber, vanilla, plómur, leður, kirsuber og smá anís. Í munni eru góð tannín, fín sýra og flottur ávöxtur. Þá koma sólberin, plómurnar og vanillan vel fram í eftirbragðinu, ásamt ljúfum eikartónum og smá súkkulaði. 93 stig. Ágæt kaup (7.998 kr). Fer með með alvöru steikum – villibráð og nauti, en getur líka notið sín með lambinu. Á eflaust 10 góð ár eftir.

Wine Spectator gefur þessu víni 93 stig. Notendur Vivino gefa 4.1 stjörnu (66 umsagnir þegar þetta er skrifað). Robert Parker gefur 93 stig.

Boltafundur
Klassískur Kaliforníu-Cabernet sem fer með með alvöru steikum - villibráð og nauti, en getur líka notið sín með lambinu.
4.5
93 stig

Vinir á Facebook