Áster Ribera del Duero Crianza 2014

Vínhúsið Áster í Ribera del Duero var stofnað árið 2000 og heyrir undir vínhús La Rioja Alta s.a. Þetta vínhús sendir aðeins tvö vín frá sér, sem bæði eru fáanleg í vínbúðunum. Annars vegar er um að ræða vín dagsins og hins vegar Finca el Otero sem er stóri bróðirinn frá Áster.

Vín dagsins er hreint Tempranillo sem hefur að lokinni gerjun fengið að liggja í 22 mánuði á frönskum eikartunnum (70% nýjar tunnur).

Áster Ribera del Duero Crianza 2014 er dökk-kirsuberjarautt á lit, með góða dýpt og ágætan þroska. Í nefinu finnur maður leður, kirsuber, pipar, vanillu, plómur, kakó og franska eik. Í munni eru stinn tannín, góð sýra og flottur ávöxtur. Leður, vanilla, kirsuber, balsam og espressó í góðu eftirbragðinu sem heldur sér vel. Fer vel með grilluðu lambi og nauti, jafnvel léttari villibráð. Mjög góð kaup (3.699 kr). 91 stig.

Þorri Hringsson í Víngarðinum gefur þessu víni 4,5 stjörnur og sömuleiðis Steingrímur í Vinotek.is. Wine Spectator gefur því 89 stig. Notendur Vivino gefa 3.8 stjörnur (767 umsagnir þegar þetta er skrifað).

Áster Ribera del Duero Crianza 2014
Áster Ribera del Duero Crianza 2014 er klassískt Duoro-vín sem fer vel með grilluðu lambi og nauti, jafnvel léttari villibráð.
4.5
91 stig

Vinir á Facebook