Annað hvítt frá Hess og fjölskyldu

Í norðvesturhluta Argentínu, við rætur Andes-fjalla, er Calchaqui-dalurinn og þar ræktar Hess-fjölskyldan þrúgur á borð við Malbec, Syrah, Torrontes og Riesling. Vín dagsins er einmitt blanda Torrontes (85%) og Riesling (15%), og skv. heimasíðu Vínbúðanna eitt af aðeins 4 hvítvínum sem innihalda Torrontes. Sú þrúga hefur átt mestum vinsældum að fagna í Argentínu þar sem hún er nokkuð afkastamikil samanborið við annan vínvið, en eitthvað mun vera um ræktun á þessari þrúgu í Chile.
Amalaya Blanco de Corte 2016 er fölgult á lit, með angan af suðrænum ávöxtum, sítrus og grænum eplum.  Í munni er vínið þurrt og vantar örlítinn ávöxt.  Límónur, græn epli og suðrænir ávextir í ágætu bragðinu.  Ágæt kaup (2.199 kr).  Ágætis matarvín sem hentar með fiski, hvítmygluostum og austurlenskum mat.  87 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook