Og svo það rauða frá Hess-fjölskyldunni

Vín dagsins kemur frá Colchaqui-dalnum í Argentínu og er gert úr þrúgunum Malbec (85%), Tannat (10%) og Syrah (5%).  Að lokinni gerjun er það látið liggja í stáltönkum en fjórðungur vínsins er látinn liggja 10 mánuði í notuðum tunnum úr franskri eik.
Amalaya Malbec 2015 er dökkkirsuberjarautt á lit og unglegt að sjá.  Í nefinu eru jarðarber, hindber, apótekaralakkrís, vanilla og krydd.  Í munni er vínið þurrt, með ágæta fyllingu og þokkaleg tannín, með súkkulaðinótum, fjólum og bláberjum. Góð kaup (2.499 kr) og hentar vel með grillmati (einkum lamb og svín) en einnig pizzum. Wine Spectator gefur þessu víni 90 stig en ég ætla þó ekki hærra en í 87 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook