Létt og þægilegt Pinot

Menn höfðu ekki mjög miklar væntingar til 2016-árgangsins í Búrgúndí.  Eftir einn mildasta vetur í manna minnum urðu vínekrurnar fyrir áfalli þegar gerði hörkufrost í apríl og svo kom haglél í maí.  Uppskeran varð ekki mjög stór en það sem kom í hús skilaði ágæt gæðum.
Jean-Claude Boisset stofnaði víngerð sína í byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar og byggði upp stöndugt fjölskyldufyrirtæki sem börn hans Natahalie og Jean-Charles hafa nú tekið yfir.  Líkt og svo margar víngerðir í Bourgogne þá framleiðir vínhúsið fjölmörg mismunandi vín – rétt rúmlega 100 eða svo…
Jean-Claude Boisset Bourgogne Pinot Noir Les Ursulines 2016 er ljósrautt á lit, unglegt með sæmilega dýpt.  Í nefinu finnur maður hindber, jarðarber og hvítan pipar. Í munni eru lítil tannín, ágæt sýra og ávöxtur en vantar aðeins fyllingu. Ágætis matarvín fyrir ljóst fuglakjöt, pasta og fiskrétti (2.899 kr). 87 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook