Létt og þægilegt Kaliforníurauðvín

Víngerð Hess í Kaliforníu framleiðir nokkur prýðisgóð vín sem hafa hlotið fínar umsagnir gagnrýnenda. Nýlega komu vín frá Hess í hillur vínbúðanna, en það eru þó ekki stóru boltarnir sem um ræðir, heldur vín í línu sem kallast Hess Select. Í þeirri línu eru gerð 6 mismunandi vín – 2 hvít og 4 rauð – og þrjú þeirra fást nú í vínbúðunum, bæði hvítvínin og svo vín dagsins, Cabernet Sauvignon.  Vínin í Hess Select-línunni eru kennd við norðurströnd Kaliforníu – North Coast – sem er yfirheiti vínræktarhéraðanna norðan við San Francisco (innan þessa svæðis eru m.a. Napa Valley, Sonoma, Russian River og fleiri þekkt svæði í Kaliforniu). Reglur þessa svæðis kveða á um að sé vínið nefnt sem einnar þrúgu vín þurfi a.m.k. 75% þrúganna sem fóru í vínið að vera sú þrúga sem tilgreind er á miðanum, en allt að 25% geta verið aðrar þrúgur.  Vín dagsins er 78% Cabernet Sauvignon, 10% Petite Sirah, 6% Malbec, 3% Merlot og 3% Cabernet Franc.  Það er látið liggja í 15 mánuði á tunnum úr amerískri og franskri eik áður en það er sett á flöskur.
Hess Select Cabernet Sauvignon North Coast 2014 er rúbinrautt á lit, unglegt með sæmileg dýpt.  Í nefinu finnur maður sólber, myntau, vanillu og krydd. Í munni eru ágæt tannin, góð sýra, þokkalegt jafnvægi, fínn ávöxtur. Sólber og tóbak í ágætu eftirbragðinu.  Létt og þægilegt vín sem skilur ekki mikið eftir sig (2.699 kr). Ágætt matarvín með pasta, pizzum, grilluðu kjöti og ostum. 86 stig

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook