Nokkur góð kaup

Eins og lesendur Vínsíðunnar kannast líklega við þá birta flestir vínrýnar lista yfir bestu vín hvers árs og útnefna vín ársins.  Sumir gefa líka út lista yfir bestu kaup ársins, og nýlega birti Wine Spectator lista yfir 100 bestu kaup ársins 2017.  Listinn er þó frábrugðinn topp 100-listanum þeirra, því þessi listi birtir ekki vín í númeraðri röð, heldur eru valin 40 hvítvín í 2 flokkum, 40 rauðvín í 2 flokkum, 10 rósavín og 10 freyðivín.  Nokkur af þessum vínum eru fáanleg í vínbúðunum hérlendis og því ekki úr vegi að tilgreina þau hér, en flest eru þetta vín sem eru okkur að góðu kunnu og myndu eflaust henta með mörgum jólamatnum – meira um það síðra…
Létt hvítvín

  • Alsace Willm Riesling Alsace Réserve 2016 (88 stig, 2.499 kr)
  • Hugel Alsace Gentil 2016 (88 stig, 1.999 kr)

Meðalfyllt og þétt hvítvín

  • Hess Select Chardonnay Monterey County 2015 (90 stig, 2.699 kr)
  • E. Guigal Côtes du Rhône White 2015 (89 stig, 2.499 kr)

Létt rauðvín

  • Santa Cristina Toscana 2015 (89 stig, 1.999 kr)
  • Bodegas Campo Viejo Tempranillo Rioja 2015 (88 stig, 1.999 kr)

Meðalfyllt og þétt rauðvín

  • Chateau Ste. Michelle Syrah Columbia Valley 2014 (89 stig, 2.498 kr)

Rósavín

  • Bodegas Muga Rioja Rosado 2016 (88 stig, 2.599 kr)

Vinir á Facebook