Annað gott frá Palacios

Kannski má segja að vín dagsins sé eins og síðasti móhíkaninn, því það er eina rauðvínið frá Priorat-héraði sem er gert úr „frönskum“ þrúgum.  Vínið kemur frá Alvaro Palacios, sem breska víntímaritið Decanter útnefndi mann ársins árið 2015.  Sá árgangur sem hér er fjallað um er gert úr þrúgunum Garnacha (40%), Cariñena (20%), Cabernet Sauvignon (15%), Syrah (15%) og Merlot (10%).
Alvaro Palacios Camins del Priorat 2015 er fallega rúbínrautt á lit og djúpt að sjá.  Í nefinu finnur maður plómur, leður, brómber og kirsuber.  Í munni er vínið kraftmikið með góð tannín, fína sýru og flottan ávöxt, með keim af vanillu, plómum og dökku súkkulaði í lokin. Gott matarvín sem hentar vel með kjötréttum og hörðum ostum. Góð kaup (3.300 kr). 89 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook