Gyllta glasið 2017

Um helgina fór fram keppnin um Gyllta glasið 2017.  Ég sat í dómnefnd ásamt 17 öðrum sérfræðingum og saman létum við á það reyna hvað bragðlaukarnir þola.  Alls voru 100 vín með í keppninni í ár, öll á verðbilinu 2.490-3.500 kr, og voru þau öll dæmd skv. Parker-skalanum (100-punkta skalinn).  Að venju hlutu 20 vín Gyllta glasið – 6 hvítvín og 14 rauðvín.  Það kemur kannski ekki á óvart að spænsk rauðvín voru nokkuð áberandi í ár, en 6 af 14 rauðvínum sem hlutu Gyllta glasið í ár eru frá Spáni – öll frá Rioja – þar af 3 Gran Reserva frá árinu 2010, sem var gríðarlega gott ár í Rioja.  Vínin sem fengu Gyllta glasið verða sérmerkt í Vínbúðum með merki Gyllta Glassins og gildir það fyrir árganginn sem fékk verðlaunin.
Eftirfarandi vín hlutu Gyllta glasið árið 2017:

Hvítvín
Bramito Chardonnay, Castello della Sala 2016
Saint Clair Vicar’s Choice Riesling 2014
Brancot Estate Sauvignon Blanc the Letter Series 2016 Villa Maria Sauvignon Blanc Cellar Selection Organic 2015 Tommasi Le Rosse Pinot Grigio 2016
Willm Riesling Reserve 2015
Rauðvín
Coto de Imaz Gran Reserva 2010
Trivento Golden Reserve Malbec 2014
Peter Lehmann Portrait Cabernet Sauvignon 2013
Baron de Ley Reserva 2012
Baron de Ley Reserva 2013
Bodega Cepa 21 Hito 2014
Chateau l’Hospitalet La Reserve La Clape 2015
Marques de Casa Concha Merlot 2014
Campo Viejo Gran Reserva 2010
Escapades Cabernet Sauvignon Shiraz Malbec 2015 Wyndham Bin 555 Shiraz 2014
di Lenardo Just Me 2013
Ramón Bilbao Gran Reserva 2010
Allegrini Corte Giara Valpolicella Ripasso 2014

Vinir á Facebook