Annað undan fjallinu

Í síðustu viku fjallaði ég um ágætt Garnacha frá víngerðinni La Miranda Secastilla, sem er í héraðinu Somantano („undir fjallinu“) við rætur Pyreneafjalla í Aragon.  Frá þessari víngerð kemur líka hvítvín úr þrúgunni Garnacha blanca.  Það er ekki mikið um hvítvín úr hreinni Garnacha blanca, en þetta er eina slíka hvítvínið í Vínbúðunum (það eru til 2 eða 3 sem eru að mestu leyti úr þessari þrúgu, en þó eru þau bæði blönduð við aðrar þrúgur).  Vínið hefur fengið að liggja og þroskast í 4 mánuði á tunnum úr franskri eik.
la-miranda-secastilla-garnacha-blancaLa Miranda Secastilla Garnacha Blanca 2014 er ljóssítrónugult á lit.  Það hefur blómlega angan af sítrusávöxtum, grasi og smá hnetum.  Í munni er vínið þurrt, með meðalfyllingu og milda sýru, og ávaxta- og hnetukeimurinn kemur aðeins betur fram í eftirbragðinu. Hentar ágætlega með léttum forréttum, salati, fiski og hrísgrjónaréttum. Ágæt kaup (1.999 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook