Spænskt á bak við hús

Fyrir skömmu fjallaði ég um vínið Hécula frá Bodegas Castano sem staðsett er í Murcia á Spáni.  Hér er komið annað vín frá þessari ágætu víngerð.  Þetta vín er gert úr Syrah og ber hið ágæta nafn Detrás de la casa, sem þýðir „á bak við hús“!
18340_rDetrás de la casa 2012 er dökkrúbínrautt á lit, örlítill þroski kominn í kantinn.  Það er dálítið lokað í nefinu, en þar má þó greina plómur, tóbak, lakkrís og amerísk eik.  Í munni eru góð tannín sem eru aðeins farin að mýkjast, snörp sýra. Tóbak, plómur, súkkulaði og vottur af vanillu í góðu eftirbragði.  Mjög góð kaup (2.465 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook