Leyda Sauvignon Blanc Reserva 2015

leyda sauv blÞeir sem þekkja til vína frá Chile kannast kannski við Leyda-dalinn, en þaðan koma mörg prýðisgóð vín, einkum Pinot Noir og Sauvignon Blanc.  Víngerð hófst ekki á þessu svæði fyrr en í lok síðustu aldar, og var einkum að þakka langri vatnsleiðslu sem lögð var til að veita vatni frá Maipo-ánni yfir í Leyda-dal.  Viña Leyda eru frumkvöðlar á þessu svæði og framleiða fjölda gæðavína í mismunandi útfærslum.  Nú eru fáanleg tvö vín frá Viña Leyda í vínbúðunum og vonandi fáum við að smakka fleiri vín frá þessum ágæta framleiðanda.

Leyda Sauvignon Blanc Leyda Valley Reserva 2015 er strágult á lit, fallegt í glasi.  Áberandi sítrusilmur ásamt grænum eplum, smá ferskjum og jafnvel ástaraldinum. Í munni er gott sítrusbragð, dauf steinefni og gras með snarpri sýru og góðum ávaxtakeim í eftirbragðinu, þar sem ástaraldinin koma aðeins betur fram í lokin.  Prýðisgott vín sem óhætt er að mæla með.
Einkunn:

Vínsíðan
(2.150 kr)
Þitt álit:
Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook