Bestu og verstu beljurnar í ríkinu!

Robertson Chard boxÉg hafði ætlað mér að gera úttekt á þeim kassavínum sem eru í boði í Vínbúðunum, en ekki komið því í verk fyrr en nú.  Eins og gefur að skilja er frekar dýrt að gera almennilega úttekt (það eru um 100 kassavín fáanleg í vínbúðunum!) og því verð ég að einhverju leyti að reiða mig á aðrar úttektir, sem og eigið álit.  Sænska tímaritið Allt om Vin fjallar í nýjasta eintaki sínu um bestu og verstu beljurnar í sænska Systembolaget, og þar sem margar þeirra fást líka í Vínbúðunum er tilvalið að renna yfir bestu og verstu kaupin, að mati Allt om Vin.  Sænska flokkunin er á þá leið að tekið er tillit til bæði verðs og gæða og vínum skipt í 5 meðmælaflokka.  Þannig getur gott vín sem er verðlagt allt of hátt (að mati AoV) fallið niður um flokk/flokka en ódýrari (lakari?) vín komist hærra:

  • Fynd! – Vín í þessum flokki búa yfir óvenjumiklum gæðum miðað við verð og hér er verið að gera reyfarakaup.
  • Bästa Köp! – Mikil gæði miðað við verð.  Góð kaup!
  • Rekommenderas – Vel hægt að mæla með víninu á þessu verði.
  • Prisvärda – Sanngjarnt verð fyrir vín í þessum gæðaflokki.
  • Ej Prisvärda – Vínið er of dýrt og einfaldlega ekki peninganna virði.

il Conte rautt boxAf þeim vínum sem Allt om Vin fjallar um og eru fáanleg í vínbúðum ÁTVR þá falla eftirfarandi vín í 3 efstu flokkana.  Athugið að vín sem vín sem fara í flokk nr 4 eru ekki með í þessari upptalningu, og það að vín sé hvorki á lista yfir bestu eða verstu kaupin þýðir ekki að þau beri að varast – þau eru annað hvort á sanngjörnu verði eða ekki fáanleg í Svíþjóð.
Hvítvín

  • Robertson Chardonnay 2013 – 5.999 kr – Fynd!
  • Drostdy-Hof Chardonnay Viognier 2013 – 5.898 kr – Rekommenderas

Rauðvín

  • Robertson Cabernet Saugvignon 2013 – 6.399 kr – Fynd!
  • Barone Ricasoli Formulae 2012 – 6.990 kr – Rekommenderas
  • il Conte Primitivo Negroamaro 2012 – 6.397 kr – Rekommenderas
  • J.P. Chenet Cabernet Syrah 2013 – 5.999 kr – Rekommenderas
  • Masi Modello delle Venezie 2012 – 6.650 kr – Rekommenderas

Eftirfarandi vín fara í neðsta flokkinn, þ.e. þau eru of dýr miðað við gæði og skynsamlegra væri að velja eitthvað annað.
Hvítvín

  • Lindemans Chardonnay 2013 – 6.799 kr
  • Castillo de Gredos – 4.799 kr
  • Guntrum Riesling 2013 – 4.499 kr
  • Moselland Rieslind Kabinett 2013 – 4.499 kr
  • Black Tower Rivaner Riesling 2013 – 4.499 kr
  • Vina Maipo Chardonnay 2013 – 5.699 kr

Rauðvín

  • Castillo de Gredos Rautt – 5.099 kr
  • Vina Maipo Cabernet Sauvignon 2013 – 5.199 kr

Vinir á Facebook