Casillero del Diablo Chardonnay Reserva 2013

Concha y Toro Casillero del Diablo Chardonnay Reserva 2013Ég hef löngum verið hrifinn af vínunum frá Concha y Toro, einkum þeim í Casillero del Diablo-línunni.  Merlot var lengi í uppáhaldi hjá mér og ég held að ég hafi smakkað flesta (því miður ekki alla) árgangana frá 1997 og upp úr.  Hvítvínin prófa ég því miður sjaldnar, en eitt þeirra datt nýlega inn á borð hjá mér.  Casillero del Diablo Chardonnay Reserva 2013 er fáanlegt í vínbúðunum um þessar mundir.  Þetta er strágult vín, fallegt í glasi, með góðum taumum.  Í nefið kemur fyrst sítrónubörkur, ásamt hunangsmelónu, jafnvel smá perum og ananas, ásamt eik.  Vínið er frísklegt í munni, ágætis jafnvægi og fylling, eftirbragð sem heldur sér vel og vottar þá aftur fyrir perubragðinu.  Prýðilegt vín!  Einkunn: 7,5

Vinir á Facebook