Altano Quinta do Ataíde Reserva 2009

Altano Reserva 2009Árshátíð Vínklúbbsins var haldin nýlega á Hótel Hellissandi (nánar um það á næstunni). Á upphituninni kvöldið áður opnaði ég flösku af Altano Douro Quinta do Ataíde Reserva 2009. Ég vissi ósköp lítið um þetta vín en varð strax mjög imponeraður. Vínið er fallega dökkrautt, unglegt en með góða dýpt. Í nefinu finnur maður lakkrís, plómur, kirsuber og smá krydd (mynta?), þéttur ilmur og góður. Í munni finnur maður nóg af sýru og tannínum í fínu jafnvægi, góð fylling og í eftirbragðinu læðast amerísk eik og súkkulaðitónar fram og haldast nokkuð lengi. Þetta vín er rétt að byrja að taka við sér og á nokkur góð ár framundan. Einkunn:9,0.  2008-árgangurinn fékk 92 punkta hjá Wine Spectator og ég er viss um þessi mun fá svipaða einkunn.  Vínið kostar 3.496 krónur í vínbúðunum og það tel ég vera mjög góð kaup!

Vinir á Facebook