Whatever it takes – Shiraz

Whatever it takes shiraz
Í gær fjallaði ég aðeins um Whatever It Takes-vínin frá Vicente Gandia, nánar tiltekið um Cabernet Sauvignon, skreytt af George Clooney.  Ég á líka eina flösku af Shiraz, en hún er skreytt af David Bowie.  Það verður að segjast eins og er að útlitið á flöskunni lokkar mann ekkert sérstaklega til að prófa vínið – flaskan er ljósgræn með mynd af bláum stuttermabol!  Þetta er sem sagt shiraz frá Spáni, nánar tiltekið frá Valencia.  Vínið er frekar dökkt í glasi, lítil dýpt og lítill þroski kominn fram. Í nefinu finnur maður áberandi berjakeim (skógarber?), fjólur og pipar, og í fyrstu dettur manni jafnvel í hug einfalt Beaujolais.  Sú samlíking hverfur þó þegar í munninn er komið.  Þar er áberandi berjakeimur, smá tannín og örlítil beiskja.  Fyllingin er ekki mikil og eftirbragðið stutt.  Þetta er vín sem myndi væntanlega henta vel til matargerðar eða til að bera fram í garðveislu.  Einkunn: 5

Vinir á Facebook