Vistvænn spánverji

20140307-213710.jpgHingað til hefur ekki verið hægt að hrópa húrra fyrir öllum lífrænt ræktuðum vínum en af og til rekst maður á góð, lífræn vín.  Eitt þeirra er  Beronia Vina Ecologica Rioja 2010.  Ég prófaði þetta í fyrravor (man ekki hvort það var sami árgangur eða 2009) og var bara nokkuð sáttur við það þá.  Vínið er fallega rautt, unglegt en byrjandi þroski. Í nefinu plómur, amerísk eik, pipar, fjólur og vottur af dökku súkkulaði. Aðeins kryddað. Tannín, ríkuleg sýra, dálítið eikarbragð sem heldur sér út í nokkuð langt og þægilegt eikarbragð. Vel gert vín.  Einkunn: 7,0.  Vínið kostar 2.298 krónur og það eru ágætis kaup.

Vinir á Facebook