Topp-10 heldur áfram!

Niðurtalningin heldur áfram og hér eru vínin í sætum 2-5:
5. Château Guiraud Sauternes 2009 (Sauternes/Frakkland) – 96 punktar ($60). Desertvín eins og þau gerast best. Fyrri árgangar hafa verið fáanlegir hér – þarf að kanna það nánar!
4. Clos des Papes Châteauneuf-du-Pape 2010 (S-Rhone/Frakkland) – 98 punktar ($128). Rónarvín úr hinum frábæra 2010-árgangi. Því miður ekki fáanlegt hér (og líka í dýrari kantinum).
3. Two Hands Shiraz Barossa Valley Bella’s Garden 2010 (Ástralía) – 95 punktar ($69). Það er ekki almennilegur topp-10 listi ef það er ekki ástralskur shiraz á meðal efstu vína. Þetta vín (fyrri árgangar) hefur stundum verið fáanlegt í Svíþjóð en er það ekki þegar þetta er skrifð.
2. Château de St.-Cosme Gigondas 2010 (S-Rhone/Frakkland) – 95 punktar ($41). Annað Rónarvín frá 2010, stórkostlegt ár þar sem allt gekk upp í Rhone. Kannski að toppvínið sé líka frá Rhone? Þetta vín er því miður ekki fáanlegt hérlendis né í Svíþjóð.
Á morgun kemur svo í ljós hver hreppir fyrsta sætið…

Vinir á Facebook