Topp-10 listinn

Þá er niðurtalningin hafin hjá Wine Spectator og búið að birta hvaða vín lentu í sætum 6-10.
10. Achával-Ferrer Malbec Mendoza Finca Bella Vista 2010 (Argentína) – 95 punktar ($120). Flottur Malbec sem því miður er ekki fáanlegt í Svíþjóð eða á Íslandi.
9. Ciacci Piccolomini d’Aragona Brunello di Montalcino 2007 (Ítalía) – 94 punktar (295 SEK, $60). Feiknagóður Brunello úr hinum frábæra 2007-árgangi í Toscana. Ég smakkaði þetta vín um síðustu helgi og var ákaflega ánægður. Ég tók eina flösku með mér heim og skildi eina eftir í skápnum hjá Keizaranum (veit ekki hvort hann er búinn að taka eftir því…). Því miður ekki fáanlegt á Íslandi.
8. Beringer Cabernet Sauvignon Knights Valley Reserve 2009 (Bandaríkin) – 94 punktar ($45). Auðvitað er amerískur Cabernet á listanum og auðvitað fæst það hvorki á Íslandi né í Svíþjóð.
7. Shea Pinot Noir Willamette Valley Shea Vineyard Estate 2009 (Bandaríkin) – 94 punktar ($40). Pinot Noir frá Oregon og þeir eru því miður sjaldséðir austan Atlantshafsins.
6. Château Léoville Barton St.-Julien 2009 (Frakkland) – 95 punktar ($105). 2009 var gott ár í Frakklandi, þar á meðal í Bordeaux. Þetta vín kostar rúmlega 1000 sænskar krónur í Systembolaget, sem er dágóður skildingur. Kannski betra að taka Brunello?
Á morgun fáum við að sjá vínin í sætum 2-5 og toppvínið verður svo birt á föstudaginn!

Vinir á Facebook