Vín ársins hjá Wine Spectator 2012

Alveg var það dæmigert hjá þeim að velja amerískt vín enn eitt árið. Ég hafði giskað á að Rónarvín yrði fyrir valinu, enda fjöldinn allur af stórkostlegum sem komu þaðan þetta árið úr 2010-árgangnum. Nei, þá völdu þeir Kaliforníuvín í Rónarstíl! Shafer Vineyards Relentless Napa Valley 2008 (96 punktar, $60) er blanda Syrah og Petit Sirah, og væntanlega er það hinn óskilgreini vá-þáttur sem hefur valdið því að þetta vín var valið fram yfir vínin í t.d. 2. eða 5. sæti. Það þarf varla að taka það fram að þetta vín fæst ekki í okkar vínbúðum…

Vinir á Facebook