Gouais Blanc

Fyrir löngu síðan var þrúgan Gouais Blanc gerð útlæg í Frakklandi þar sem hún þótti of léleg.  Þrúgan hafði náð mikilli útbreiðslu á miðöldum þar sem hún þótti tiltölulega meðfærileg.  Vínin þóttu hins vegar ekki nógu góð og þrúgan því „bannlýst“.  Nú hefur hún þó fengið einhverja uppreisn æru því DNA-rannsóknir hafa sýnt að þrúgan er „móðir“ fínni þrúga á borð við Chardonnay, Aligoté og Gamay, sem hafa orðið til við blöndun Pinot Noir og Gouais Blanc.
Í Oxford Companion to Wine er þrúgunni lýst sem ljósri þrúgu sem gefur af sér „mjög venjuleg, súr vín“.

Vinir á Facebook