Ísvín frá Argentínu?

Yfirleitt sér maður Argentínu fyrir sér sem hlýtt og sólríkt land, en þarlendir vínframleiðendur hafa verið að prófa sig áfram með ísvín (eiswein) og nú hefur annar árgangurinn litið dagsins ljós.  Um er að ræða sætt Malbec-vín frá Las perdices í Mendoza-héraði.  Framleiðslan er um 10.000 flöskur og megnið af því er selt innanlands.  Eitthvað hefur þó ratað í útflutning, einkum til Bandaríkjanna og sennilega verður bið á því að við fáum að sjá Argentískt ísvín í hillum Vínbúða ÁTVR.

Vinir á Facebook