Hitastig við framreiðslu vína

Stundum skellir vinbudin.is fram fróðleiksmolum sem yfirleitt eru ágætir.  Nú er til dæmis að finna á forsíðunni yfirlit yfir æskilegt hitastig við framreiðslu hinna ýmissa víntegunda.  Ég er þó ekki alveg sáttur við sumt í þessari annars ágætu upptalningu.  Ég myndi til að mynda ekki vilja fá 20 gráðu heitt Pinotage eða Cabernet.  Ég myndi heldur ekki vilja drekka 2 gráðu kalt freyðivín.
Nei, upptalningin er góð en ég myndi lækka eftsta flokkinn úr 17-20 í 17-18 gráður (kannski ekki mikilll munur finnst sumum, en tvær gráður geta haft afgerandi áhrif!) og ódýru freyðivínin myndi ég setja upp í 5-6 gráðu flokkinn.
Nú er það reyndar staðreynd að vín eru sjaldnast borin fram við þau hitastig sem nefnd eru í upptalningu vínbudin.is heldur eru hvítvínin oft of köld og rauðvínin of heit, enda rauðvín oft geymd við stofuhita á veitingahúsum og hvítvínin geymdi í venjulegum kæli.
Mér þætti forvitnilegt að vita hvort það séu í raun einhver veitingahús á Íslandi sem athuga hitastig vínsins áður en það er borið fram.  Er einhver sem veit eitthvað um það?

Vinir á Facebook