Hitabylgja veldur uppskerubresti í Ástralíu

Um þessar mundir er hitabylgja í suðurhluta Ástralíu og hitinn hefur á sumum stöðum farið upp í 46 °C.  Þetta hefur komið mjög illa niður á vínekrum, einkum í McLaren Vale og Langhorne Creek, en Barossa Valley og Coonawarra hafa einnig orðið fyrir barðinu á hitabylgjunni.  Í venjulegu árferði myndi uppskeran hefjast eftir u.þ.b. 4-6 vikur en sums staðar eru vínbændur byrjaðir á uppskerunni til að reyna að bjarga því sem bjargað verður, því vínviðurinn fer mjög illa í svona miklum hita og þrúgurnar verða nánast að rúsínum áður en þær eru skornar af vínviðnum!  Þrúgurnar hafa þó ekki náð fullum þroska og því útlit fyrir að 2009 verði ekki mjög gott ár fyrir ástralska vínbændur.  Reiknað er með að uppskeran verði um 25-30% minni en í meðalári.

Vinir á Facebook