Kreppuvín

Nú á nýhöfnum krepputímum þykir við hæfi að skoða hvað stendur til boða í formi kreppuvína.  Líklega þarf aðeins að lækka markmiðin þegar farið er í Ríkið, enda buddan væntanlega léttari en oft áður.  Að skera niður rauðvínsdrykkjuna er þó alveg út í hött, enda rauðvín í hófi gott fyrir heilsuna.
Ég á yfirleitt eitthvert kassavín uppi í skáp og það er látið duga þegar við ætlum bara að fá okkur eitt glas í miðri viku.  Niðurstöður gæðarannsókna á kassavínum sem fáanleg eru í minni vínbúð benda til þess að menn ættu að vera vakandi fyrir þessum kassavínum:

  • Barone Ricasoli Formulae – formúluvín frá Toscana, plómur og eik, ágætis matarvín.
  • Drosdty-Hof Shiraz Pinotage – Suður-Afrískt vín með berjakeim, kryddað og örlítið reykbragð.
  • Roodeberg – annað S-Afríkuvín, berja- og eikarkeimur, hæfir ágætlega með kjötkássunni.
  • Infinitus – Cabernet Sauvignon og Tempranillo, dæmigerður spánverji með eikar-, kirsuberja- og kryddkeim.
  • J P Chenet Cabernet Syrah – ódýr frakki með berjabragði, dugar ágætlega, samt pínu væmið.

Annars er kannski best að eiga nóg af Rosemount Shiraz, Lindemans Bin 50 Shiraz eða Casillero del Diablo Merlot í kælinum.  Sunrise er samt alveg bannað, hvort sem um er að ræða Cabernet eða Merlot!

Vinir á Facebook