Cepparello!

Já, loksins kom að því að ég smakkaði Cepparello!
Ég hef fylgst með þessu víni s.l. 7-8 ár eftir að hafa lesið umsagnir um hinn frábæra 1997 árgang.  Það þótti hreint stórkostlegt vín, líkt og mörg önnur ofur-Toscanavín þetta árið.  Ekki hefur mér þó tekist að eignast vínið fyrr en ég gifti mig í sumar, þegar minn frábæri veislustjóri (Palli frændi) færði mér þetta eðalvín að gjöf.
Ég átti afmæli í síðustu viku en var á næturvöktum og hélt því ekki upp á afmælið fyrr en um síðustu helgi.  Keizarafjölskyldunni var boðið í mat, en einkadóttirin á þeim bæ átti einmitt afmæli þennan dag.  Með lambalærinu bauð ég svo upp á Cepparello, og þó svo að 2003-árgangurinn hafi ekki verið neitt sérstaklega minnistæður í Toscana þá varð þetta minnistætt kvöld.  Maturinn auðvitað frábær og svo vínið:
Dökkrautt og þétt að sjá, samt unglegt.  Angan af lakkrís, plómum og meira að segja vottu af anís!  Þétt í munni, góð sýra og nóg af tannínum á móti, eftirbragðið gott og langt.  Frábært!

Vinir á Facebook