Nýjar áherslur á nýjum tímum?

Ég hef verið frekar slappur við vínrannsóknir undanfarna daga, enda mikið að gera í vinnunni.  Fólk heldur áfram að vera lasið óháð efnahagsástandinu.  Hef reyndar ekki orðið var við aukna magasárstíðni á bráðamóttökunni en það kemur kannski síðar.  Hins vegar býst ég við að sala á úrvalsvínum muni eitthvað dragast saman og vonandi að það leiði til einhverrar verðlækkunar.  Nú er nefnilega hinn stórfenglegi 2005 árgangur af Bordeaux að detta inn í vínbúðirnar hérna og verðið auðvitað í sömu hæðum og umsagnirnar um vínin.  Ég held því að það sé kominn tími til að líta betur á aðra og efnahagslega hagkvæmari kosti í vínbúðinni minni.  Stefnt er að fyrstu rannsóknarferðinni nú á föstudaginn og greint verður frá afrakstrinum á næstu dögm.

Vinir á Facebook