Markus Molitor

Ég var að leita á netinu hjá Systeminu fyrir helgi og sá þá, mér til mikillar ánægju, að hið frábæra hvítvín Riesling Auslese 2005 frá Markus Molitor var á tilboðsverði, aðeins rúmar 200 krónur sænskar.  Ég pantaði mér auðvitað nokkrar flöskur í snarhasti og nú hvíla þær í vínskápnum mínum og bíða rétta augnabliksins.
Annars opnaði ég Penfolds Bin 28 Shiraz 2004 á föstudaginn og var nokkuð ánægður með það vín.  Mjög þétt, mikill lakkrís og plómukeimur, jafnvel ögn af anís.  Mikil fylling, gott jafnvægi og langt eftirbragð.  Góð Kaup.

Vinir á Facebook