Fyrir næstu innkaupaferð

Það hefur verið fátt um fína drætti í mínum vínkaupum að undanförnu. Guðrún kom reyndar heim með Torres Mas La Plana og Penfolds Bin 407 í gær, sá síðarnefndi kærkominn gamall vínur sem ekki er fáanlegur hér í sænska systeminu. Mig dauðlangar þó að fara að panta mér eitthvað skemmtilegt og hef því verið í rýna í tímaritin og fylgjast með spjallinu á netinu. Eftir því sem ég kemst næst þá eru bestu kaupin núna í Beaujolais, Pinot Noir (hvaðanæva að úr heiminum) og síðast en ekki síst í Rhone. Hér er í öllum tilvikum átt við 2005-árganginn, en í Rhone þykir hann einn sá besti í manna minnum (þarf a.m.k. að fara aftur til 1978 og 1961 til að finna sambærilega árganga). Chablis og Bordeaux eru jú líka mjög góðir, og …
Almennt má segja að 2005 sé feikna gott ár og óhætt að kaupa flest sem tilheyrir þeim árgangi.
Nokkrar ábendingar um góð kaup í vínbúðum ÁTVR:
Marques de Riscal Rioja Riserva 2002 (1.690 kr) – 5 stjörnur og Best Value í Decanter
Campo Viejo Rioja Riserva 2002 (1.290 kr) – 3 stjörnur í Decanter
Philip Shaw No 11 Chardonnay 2005 (2.990 kr)
Montes Alpha Syrah 2005 (1.590 kr) – 92 stig í Wine Spectator
Beringer Cabernet Sauvignon Private Reserve – (3.800 – ef þetta er rétt verð þá er það hreint og beint hlægilegt og bendir frekar til einhverra mistaka hjá ÁTVR, því fyrir nokkrum árum kostaði þetta vín tæplega 10.000 – fyrir þá sem fengu!)
Ef einhver í Svíþjóð les þetta þá bendi ég á:
Goats do Roam in Villages 2004 (88782 – 99 SEK, þarf að sérpanta)
Montes Alpha Syrah 2005 (86787 – 159 SEK, þarf að sérpanta)
Louis Jadot Beaujolais-Villages 2005 (83873 – 99 SEK, þarf að sérpanta)
Château Batailley 2001 (97889 – 299 SEK, nýjung í september, tímabundið í sölu)
Góða helgi!

Vinir á Facebook