Jacob’s Creek með skrúftappa!

Ástralski vínframleiðandinn Jacob’s Creek hefur ákveðið að nota eingöngu skrúftappa á vín sín á Bretlandsmarkaði, þar á meðal flaggskipið Johann Shiraz Cabernet.Frá og með nóvembermánuði verður eingöngu notast við skrúftappa. Nú er einungis 2001-árgangurinn af Johann á markaðnum, þannig að það líða nokkur ár áður en við fáum að sjá skrúftappa á því.
Fulltrúar Pernod Ricard UK, sem eiga Jacob’s Creek, segjast vera að bregðast við kröfum markaðsins, þ.e.a.s bæði seljenda og neytenda, en einnig óskum víngerðarmannanna.’Neytendur tengja skrúftappa í síauknum mæli við gæðavín’ segja Pernod Ricard.
Nýleg könnun sem gerð var á vegum fyrirtækisins bendir til aukinnar tiltrúar neytenda á skrúftöppum, þar sem 68% myndu ‘að öllum líkindum’ kaupa vín með skrúftappa á næstu 3 mánuðum.
Jacob’s Creek er mesta selda ástralska vínið í Bretlandi með rúmlega 13% markaðshlutdeild.

Vinir á Facebook