Castello Banfi Sant’Antimo Cum Laude Toscana 2000

Auga: Fallegur kirsuberjarauður litur með meðaldýpt. Nef: Þroskuð kirsuber, eik, leður og hvítur pipar. Vottur af lakkrís og þétt blómaangan sem ekki var hægt að skilgreina frekar. Þægileg og spennandi lykt. Munnur: Líklega helst til ungt, í góðu jafnvægi og þægilegt í munni. Fyllti vel út í munninn, kryddað með kaffi/mokka-keim í eftirbragði. Skemmtilegur karakter sem á eftir að batna. Verð 1840,- bestu kaup. Hugmyndir að mat: Fjölhæft matarvín, sem hentar með flestum kjötréttum.
Einkunn: 8,0

Vinir á Facebook