Robert Mondavi Napa Valley Oakville Cabernet Sauvignon 1997

Auga: Fallega rautt en þó aðeins skýjað. Nokkuð þroskað að sjá og allgóð dýpt.
Nef: Sæt berjasulta, leður og eik. Lykt af alkahóli og lakkrís í bakgruninum. Dálítið lokuð, en margslungin lykt.
Munnur: Kröftugt og ávaxtaríkt. Mjög mikil fylling og er tilfiningin sú að vínið fylli út í allan munninn. Langt og kröftugt eftirbragð með keim af krækiberjum. Þetta vín er eins konar sælgæti. Nokkuð tannískt en í góðu jafnvægi. Tilbúið en má geyma lengi.
Matur: Alvöru steikur sem þola vínið!
Einkunn: 9,0

Vinir á Facebook