Sólberin yfirgnæfa flest annað í þessu víni, en smá krydd, einkum pipar, gægist fram, einkum við þyrlun. Eftirbragðið er gott og í meðallagi langt, kannski aðeins gróft en á eflaust eftir að batna með tímanum. Þetta vín á eftir að batna enn frekar á næstu 2-5 árum. Alls voru framleiddir 122,000 kassar af þessu víni, þannig að við þurfum ekki að örvænta með það að sinni!
Tímaritið Wine Spectator gaf þessum árgangi einkunnina 88 og þessa umsögn: „Check out the deal on this Washington Cab. It’s firm and chewy, but the ripe currant and blackberry flavors shine through and linger on the generous finish, and the tad-rough edges should smooth with a little cellar-time; best from 2000-2006.“
Einkunn. 8,0