Góður Gewurztraminer

Það verður ekki af vínunum frá Alsace tekið, að þau eru einstaklega matarvæn og að auki einstaklega góð um þessar mundir, en nánast allir árgangar frá aldamótum hafa verið annað hvort mjög góðir eða frábærir.  Maður getur því vart annað en gert góð kaup í vínum frá Alsace!
Vín dagsins er Gewurztraminer frá samvinnufélaginu La Cave des Vignerons de Pfaffenheim.  Vínið er tilbúið til neyslu og ekki ætlað til lengri geymslu en 4-5 ár eða svo.
Pfaff Gewurztraminer Alsace AOC 2015 er ljósgullið á lit, með angan af apríkósum, límónum, hunangi, appelsínum og rauðum eplum.  Í munni er vínið hálfsætt, með góða sýru og fínan ávöxt. Apríkósur, ananas og rauð epli ráðandi í góðu eftirbragðinu.  Fínt með sushi og austurlenskum mat. Góð kaup (2.499 kr). 88 punktar.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook