duty free red grunge stamp

Bestu kaupin í Fríhöfninni – Maí 2018

Bestu kaupin í Fríhöfninni – Maí 2018

Hér er komin ný útgáfa af innkaupalista fyrir Fríhöfnina.  Nokkur vín hafa bæst inn á listann frá síðustu útgáfu

Um þennan lista

Innkaupalisti Vínsíðunnar er valinn út frá víndómum sem vínin hafa hlotið hjá eftirfarandi víngagnrýnendum:

  • Vínsíða Eiríks Orra (vinsidan.com)
  • Wine Spectator (winespectator.com)
  • Decanter (decanter.com)
  • Wine Enthusiast (winemag.com)
  • Robert Parker (robertparker.com)

Notast er við einkunnir sem viðkomandi vín hefur fengið frá árinu 2005 og fram til nýjustu árganga.  Reiknað er miðgildi allra einkunna, en þannig hafa óvenjuslæmir (eða óvenjugóðir) árgangar ekki áhrif á meðaleinkunn.  Athugið að sum vín hafa aldrei hlotið umfjöllun hjá ofantöldum miðlum og koma því ekki til greina á þennan lista.
Verð vínanna eru gefin upp innan sviga (verð eins og það var gefið upp 23. Mars 2018).  Með því að prenta listann út á báðar síður blaðsins færðu lítinn bækling sem fer auðveldlega í vasa.

Hvar er uppáhaldsvínið mitt?

Ef uppáhaldsvínið þitt er ekki á þessum lista þarf það ekki að þýða að það sé ekki nógu gott – það hefur einfaldlega ekki náð þeirri lágmarkseinkunn sem sett var fyrir hvern flokk eða að víndómar liggi ekki fyrir.
Að lokum er það þó alltaf þinn smekkur sem ræður þinni för!

Hvítvín undir 2000 krónum

Til að komast á þennan lista þurfa vínin að ná a.m.k. 89 stigum í einkunn.

  • Antinori Chardonnay Bramito del Cervo (1959) – ÍTA
  • Brancott Sauvignon Blanc Letter Series (1799) – NSJ
  • Spy Valley Sauvignon Blanc (1599) – NSJ
  • Trimbach Riesling (1889) – FRA

Hvítvín 2000 – 3000 krónur

Til að komast á þennan lista þurfa vínin að ná a.m.k. 90 stigum í einkunn.

  • Baron de Ley Blanco 3 Vinas Reserva (2099) – SPÁ
  • Cloudy Bay Chardonnay (2999) – NSJ
  • Cloudy Bay Sauvignon Blanc (2899) -NSJ
  • Concha y Toro Chardonnay Marques de Casa Concha (2099) – CHI
  • Clair Sauvignon Blanc Pioneer Block 20 Cash Block (2299) – NSJ
  • Trimbach Pinot Gris Reserve (2599) – FRA

Rauðvín undir 2000 krónum

Til að komast á þennan lista þurfa vínin að ná a.m.k. 89 stigum í einkunn.

  • Carnivor Cabernet Sauvignon (1699) – USA
  • Cepa 21 Hito Ribera del Duero (1899) – SPÁ
  • Escada Touriga Nacional (1399) – POR
  • Georges Duboeuf Morgon Jean-Ernest Descombes (1999) – FRA
  • Gerard Bertrand Tautavel Grand Terroir (1999) – FRA
  • Glen Carlou Cabernet Sauvignon (1999) – SAF
  • Mas du Soleilla Petit Mars (1999) – FRA
  • Peter Lehmann Shiraz Portrait (1889) – ÁST
  • Rioja Vega Crianza (1499) – SPÁ

Rauðvín 2000 – 3000 krónur

Til að komast á þennan lista þurfa vínin að ná a.m.k. 90 stigum í einkunn.

  • 1000 Stories Zinfandel (2399) – USA
  • Allegrini Palazzo Della Torre (2199) – ÍTA
  • Antinori Chianti Classico Tenute Marchese Riserva (2799) – ÍTA
  • Antinori Villa Antinori (2099) – ÍTA
  • Baron de Ley Finca Monasterio (2699) – SPÁ
  • Baron de Ley Gran Reserva (2899) – SPÁ
  • Bodega Catena Zapata Malbec (2069) – ARG
  • Bodegas Beronia Gran Reserva (2899) – SPÁ
  • Bodegas Cepa 21 Tempranillo (2599) – SPÁ
  • Bodegas Faustino I Gran Reserva (2799) – SPÁ
  • Castello Banfi Cum Laude (2299) – ÍTA
  • Cepa 21 Ribera del Duero (2599) – SPÁ
  • Colome Estate Malbec (2199) – ARG
  • Concha y Toro Cabernet Sauvignon Marques de Casa Concha (2169) – CHI
  • Concha y Toro Merlot Marques de Casa Concha (2169)- CHI
  • CUNE Gran Reserva (2499)- SPÁ
  • CUNE Imperial Reserva (2999) – SPÁ
  • El Coto de Rioja Coto de Imaz Gran Reserva (2519) – SPÁ
  • Frescobaldi Chianti Rufina Casello di Nipozzano Riserva (2399) – ÍTA
  • Glen Carlou Grand Classic (2499) – SAF
  • Louis M. Martini Napa Valley Cabernet Sauvignon (2799) – USA
  • Marques de Caceres Reserva (2499) – SPÁ
  • Rioja Vega Gran Reserva (2999) – SPÁ
  • Roquette & Cazes (2699) – POR
  • Peter Lehmann Futures Shiraz (2239) – ÁST
  • Rioja Vega Gran Reserva (2999) – SPÁ
  • Roquette E Casez Douro (2699) – POR
  • Sartori Amarone della Valpolicella (2699) – ÍTA
  • Spy Valley Pinot Noir (2369) – NSJ
  • Trivento Malbec Golden Reserve (2199) – ARG

Rauðvín 3000 – 4000 krónur

Til að komast á þennan lista þurfa vínin að ná a.m.k. 91 stigi í einkunn.

  • Chateau Musar (3499) – LÍB
  • Clos de L’Oratoire des Papes Chateauneuf-du-Pape (3659) – FRA
  • Concha y Toro Terrunyo Carmenere Block 27 (3499) – CHI
  • Oliver Ravoire Gigondas (3799) – FRA

Rauðvín yfir 4000 krónum

Til að komast á þennan lista þurfa vínin að ná a.m.k. 92 stigum í einkunn.

  • Antinori Tignanello (8999) – ÍTA
  • Bodegas Muga Reserva Seleccion Especial (4599) – SPÁ
  • Hess Collection Block 19 Cuvee (4399) – USA
  • Peter Lehmann Stonewell Shiraz (6699) – ÁST
  • Vina Montes Alpha M Santa Cruz (6999) – CHI

Vínsíðan hvetur alla til þess að stilla áfengisneyslu í hóf.  Óhófleg áfengisneysla getur haft skaðleg áhrif á heilsu og valdið ótímabærum sjúkdómum.
Aldrei skal setjast undir stýri á vélknúnu farartæki eftir að áfengi hefur verið neytt.

Lönd (skammstafanir):

ARG – Argentína
ÁST – Ástralía
CHI – Chile
FRA – Frakkland
ÍTA – Ítalía
LÍB – Líbanon
NSJ – Nýja-Sjáland
POR – Portúgal
SAF – Suður-Afríka
SPÁ – Spánn
USA – Bandaríkin
Hér að neðan má svo hlaða niður listanum í PDF-skjali

Bestu kaupin í Fríhöfninni – maí 2018

Vinir á Facebook