Rosemount GTR

Hér er á ferðinni létt og nánast hálfsætt vín, enda gert úr þrúgum sem báðar geta gefið af sér hálfsæt vín – Gewurztraminer (80%) og Riesling (20%).  Það er látið þroskast í 5 mánuði í stáltönkum og þar sem það fer aldrei á eikartunnur er auðvitað ekkert eikarbragð.
Rosemount GTR 2014 er gullið á lit með fallega tauma í glasinu. Í nefinu finnur maður hunang og ananas.  Í munni er þægilegt bragð af hunangi, sítrónuberki, apríkósum og ögn af möndlum.   Þægilegt sumarvín. Góð kaup (1.599 kr). 86 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 1 Meðaltal: 4]

Vinir á Facebook